Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
banner
   þri 04. ágúst 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Shaw ekki í Evrópudeildarhóp Man Utd
Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United, verður ekki með liðinu í Evrópudeildinni í þessum mánuði.

Shaw er meiddur og var ekki valinn í 30 manna hóp United fyrir Evrópudeildina. Sömu sögu er að segja af varnarmanninum Axel Tuanzebe.

Manchester United er 5-0 yfir gegn LASK Linz frá Austurríki fyrir síðari leik liðanna í 16-liða úrslitunum á morgun.

Ungu leikmennirnir Teden Mengi, Ethan Laird og Ethan Galbaith eru allir í 30 manna hópi United og gætu komið við sögu á morgun.

Manchester United ætti að sigla auðveldlega í 8-liða úrslitin en þar mætir liðið FC Kaupmannahöfn eða Istanbul Basaksehir.
Athugasemdir
banner
banner