Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. ágúst 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Gerir Tottenham tilboð í Damsgaard?
Mikkel Damsgaard.
Mikkel Damsgaard.
Mynd: EPA
Tottenham gæti gert tilboð í Mikkel Damsgaard, danska ungstirnið hjá Sampdoria.

Fabio Paratici, yfirmaður fótboltamála hjá Tottenham, hefur verið að horfa til ítölsku A-deildarinnar og er Cristian Romero, varnarmaður Atalanta, að færast sífellt nær Spurs.

Hinn 21 árs Damsgaard kom til Sampdoria í fyrra og heillaði á sínu fyrsta tímabili hjá Sampdoria. Stjarna hans hélt áfram að skína á EM allst staðar þar sem hann hjálpaði Danmörku að komast í undanúrslitum.

Hann skoraði tvö falleg mörk á mótinu, annað þeirra úr aukaspyrnu gegn Englendingum í undanúrslitum.

Talað hefur verið um áhuga frá Aston Villa og Liverpool einnig.
Athugasemdir
banner