Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 04. ágúst 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ætlar ekki að hleypa Azpilicueta burt - Ten Hag vill Ziyech
Mynd: EPA
Ziyech hefur skorað 14 mörk og lagt 10 upp í 83 leikjum með Chelsea.
Ziyech hefur skorað 14 mörk og lagt 10 upp í 83 leikjum með Chelsea.
Mynd: EPA

Todd Boehly eigandi Chelsea hefur látið Cesar Azpilicueta, fyrirliða félagsins, vita að hann fái líklegast ekki að skipta yfir til Barcelona í sumar.


Azpilicueta er 32 ára gamall og vill ganga í raðir Barcelona í heimalandinu. Börsungar eru þegar búnir að krækja í Andreas Christensen frá Chelsea og hafa einnig verið að reyna við Marcos Alonso.

Azpilicueta á eitt ár eftir af samningi sínum við Chelsea og eru miklar líkur á að félagið neyði hann til að klára samninginn vegna vandræða með að finna nógu góða miðverði á leikmannamarkaðinum.

Thomas Tuchel hefur áður bent á að Chelsea borgaði rúmlega 30 milljónir punda fyrir Kalidou Koulibaly, 31 árs með eitt ár eftir af samningi, á meðan Barcelona er aðeins að bjóða 3 milljónir fyrir Azpilicueta - sem er þó tveimur árum eldri. Talið er að Chelsea myndi samþykkja 10 milljón punda boð í leikmanninn.

Þá greinir Nabil Djellit fréttamaður France Football frá því að Erik ten Hag sé að ýta á eftir því að fá Hakim Ziyech til Manchester United.

Djellit segir þó að aðrir stjórnendur innan Man Utd séu ósammála Ten Hag og vilji ekki fá Ziyech yfir til sín.

Ten Hag þjálfaði Ziyech í þrjú ár hjá Ajax frá 2017 til 2020 áður en hann var keyptur til Chelsea. Ziyech skoraði 49 mörk og gaf 80 stoðsendingar í 164 leikjum með Ajax.

Ziyech hefur ekki tekist að sanna sig undir stjórn Tuchel og er Chelsea opið fyrir því að selja leikmanninn eða lána hann út. AC Milan sýndi leikmanninum mikinn áhuga en er búið að krækja í Charles De Ketelaere.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner