Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   sun 04. ágúst 2024 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Braithwaite vill kaupa Espanyol - Yfirgaf félagið mjög ósáttur
Mynd: EPA

Danski framherjinn Martin Braithwaite, fyrrum leikmaður Espanyol og Barcelona, vill kaupa meirihluta í Espanyol en þetta kemur fram á spænska miðlinum Marca.


Braithwaite gekk óvænt til liðs við Barcelona árið 2020 en tveimur árum síðar samdi hann við grannana í Espanyol. Hann hjálpaði liðinu aftur upp í La Liga á síðustu leiktíð í gegnum umspilið en hann var markahæsti leikmaður liðsins í deildinni með 18 mörk.

Hann rifti samningnum sínum við félagið og hefur samið við brasilíska félagið Gremio.

Hann rifti samningnum þar sem hann vildi fara frá félaginu síðasta sumar. Hann fékk nýtt samningstilboð sem hann var alls ekki sáttur með og sagði félagið sýna sér vanvirðingu að bjóða honum svona lélegan samning.


Athugasemdir
banner
banner