Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   sun 04. ágúst 2024 16:00
Sölvi Haraldsson
Fyrrum stjóri United fékk starfstilboð frá Bayern í sumar
Louis Van Gaal fékk starfstilboð frá Bayern Munich í sumar.
Louis Van Gaal fékk starfstilboð frá Bayern Munich í sumar.
Mynd: Getty Images

Bayern Munich voru í þjálfaraleit í sumar þegar Thomas Tuchel, fyrrum þjálfari þýska risans, hætti með liðið eftir tímabilið. Þeir enduðu á því að ráða Vincent Kompany en hann var ekki efstur á lista hjá Bayern.


Louis Van Gaal, fyrrum stjóri Manchester United, segist hafa fengið starfstilboð frá Bayern Munich í sumar. Hollendingurinn greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli um árið og segist vera að hugsa um heilsuna frá degi til dags núna.

Van Gaal var í viðtalið hjá ESPN og var spurður út í heilsuna og hvort hann gæti snúið við í þjálfun á ný.

Heilsan er góð núna og ég gæti hugsað mér að snúa aftur í þjálfun. En það væri þá ekki hjá félagsliði.‘ sagði hollendingurinn og nefndi svo þegar Bayern Munich hafði samband.

Bayern Munich höfðu samband við mig í sumar, áður en þeir réðu Kompany. Sem landsliðsþjálfari ertu upptekinn á átt tímabilum á ári en þegar liðið er ekki að spila nýtur maður tíman að leikgreina önnur lið með samþjálfurum. Ég gæti hugsað mér að gera það aftur.

Van Gaal stýrði hollenska landsliðinu árin 2021 og 2022 en hefur ekki þjálfað félagslið í 8 ár síðan hann var rekinn frá Manchester United.

En Van Gaal hefur þjálfað Bayern Munich áður á sínum ferli. Hann tók við þýska stórveldinu árið 2009 en var látinn fara tveimur árum síðar. Á tíma hans þar vann hann þýsku deildina, þýska bikarinn og tapaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 


Athugasemdir
banner
banner