Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 04. september 2022 09:40
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea alltof lengi að senda gögnin fyrir Batshuayi
Mynd: Fenerbahce

Nottingham Forest var hársbreidd frá því að krækja í belgíska landsliðsmanninn Michy Batshuayi á lánssamningi frá Chelsea út tímabilið.


Allir aðilar höfðu komist að samkomulagi um kaup og kjör en Chelsea tókst ekki að senda gögnin sem þurftu til að staðfesta félagsskiptin í tæka tíð fyrir gluggalok.

Það var alltof mikið að gera innan herbúða Chelsea á gluggadegi þar sem félagið krækti sér í Denis Zakaria og Pierre-Emerick Aubameyang auk þess að selja Billy Gilmour og lána nokkra leikmenn út.

Það var ekki rólegra innan herbúða Forest þar sem félagið fékk meira en 20 leikmenn í sínar raðir í sumar og þar af komu þrír á gluggadegi.

Svekkjandi niðurstaða fyrir Forest sem vildi krækja í Batshuayi og vildi leikmaðurinn sjálfur reyna aftur fyrir sér í úrvalsdeildinni. Hann fer þess í stað í tyrknesku toppbaráttuna þar sem hann mun leika með Fenerbahce út tímabilið.


Athugasemdir
banner
banner