Kyle Walker segir að allur klefinn hjá Tottenham hafi fellt tár þegar Andre Villas-Boas var rekinn sem stjóri liðsins í desember 2013.
Hann segir að Villas-Boas hafi byrjað að gráta þegar hann tilkynnti leikmönnum sínum að Daniel Levy stjórnarformaður hefði tekið þá ákvörðun að láta sig fara.
Hann segir að Villas-Boas hafi byrjað að gráta þegar hann tilkynnti leikmönnum sínum að Daniel Levy stjórnarformaður hefði tekið þá ákvörðun að láta sig fara.
„Ég felldi tár og það gerðu aðrir í hópnum líka. Ég mun aldrei gleyma þessu. Hann náði góðri tengingu við okkur, kom svo vel fram við okkur," segir Walker í hlaðvarpsþættinum You'll Never Beat Kyle Walker.
Villas-Boas tók við Tottenham sumarið 2012 og var nálægt því að koma liðinu í Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili. Liðið hafnaði aðeins stigi á eftir Arsenal sem endaði í fjórða sæti.
Tottenham missti svo sinn besta leikmann, Gareth Bale, sumarið 2013. Eftir slæm úrslit, og 5-0 tap gegn Liverpool, var Villas-Boas rekinn.
„Bale var ótrúlega mikill missir. Það voru sjö leikmenn keyptir fyrir söluna á Bale. Breytingarnar voru miklar og liðið small aldrei saman. Þegar svona margir gráta í klefanum þá hefur hann gert eitthvað rétt þar."
Villas-Boas náði aldrei þeim hæðum á stjóraferlinum sem honum var spáð eftir að hafa komið ungur fram á sjónarsviðið hjá Porto. Í dag er hann forseti portúgalska félagsins.
Athugasemdir