Hannes Þór Halldórsson æfði ekki með Íslandi í dag eða í gær. Hér ræðir hann við Friðrik Ellert sjúkraþjálfara á æfingunni í dag.
Hannes Þór Halldórsson æfði ekki með landsliðinu í gær eða í dag. Hannes fékk högg á lærið í síðasta leik sínum með Randers og er aumur í lærinu.
Hann ætti samt að ná leiknum á fimmtudaginn gegn Finnum í undankeppni HM. Framundan eru tveir leikir; Finnland og svo Tyrkland á sunnudaginn.
Markmaðurinn spilar með Randers í Danmörku og liðið hefur farið vel af stað og er Hannes mjög ánægður með lífið, tilveruna og fótboltann. Hann spjallaði við Fótbolta.net í dag.
Hann ætti samt að ná leiknum á fimmtudaginn gegn Finnum í undankeppni HM. Framundan eru tveir leikir; Finnland og svo Tyrkland á sunnudaginn.
Markmaðurinn spilar með Randers í Danmörku og liðið hefur farið vel af stað og er Hannes mjög ánægður með lífið, tilveruna og fótboltann. Hann spjallaði við Fótbolta.net í dag.
„Það hefur gengið mjög vel, ég er ánægður og það hefur gengið vel í fótboltanum. Við höfum verið í 3-4 efstu sætunum allt mótið og það er mjög sterkt."
Hann á von á erfiðum leikjum en segir stefnu liðsins vera sex stig af sex mögulegum þó það verði erfitt.
„Við stefnum á fullt hús og eigum að gera það en það vita það allir að það er ekki sjálfsagt mál að vinna Finnland og Tyrki. Þetta eru tvö erfið lið og það þarft magt að ganga upp."
Hann er spenntur fyrir því að fá að spila á Laugardalsvelli á nýjan leik, í fyrsta skipti síðan á EM í sumar.
„Þetta er í fyrsta skipti sem við komum hingað eftir EM og stuðningurinn síðustu fjögur ár er búinn að vera stórkostlegur."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























