Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   þri 04. október 2016 16:07
Jóhann Ingi Hafþórsson
Laugardal
Hannes aumur í lærinu - Ætti að geta spilað á fimmtudag
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson æfði ekki með Íslandi í dag eða í gær. Hér ræðir hann við Friðrik Ellert sjúkraþjálfara á æfingunni í dag.
Hannes Þór Halldórsson æfði ekki með Íslandi í dag eða í gær. Hér ræðir hann við Friðrik Ellert sjúkraþjálfara á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson æfði ekki með landsliðinu í gær eða í dag. Hannes fékk högg á lærið í síðasta leik sínum með Randers og er aumur í lærinu.

Hann ætti samt að ná leiknum á fimmtudaginn gegn Finnum í undankeppni HM. Framundan eru tveir leikir; Finnland og svo Tyrkland á sunnudaginn.

Markmaðurinn spilar með Randers í Danmörku og liðið hefur farið vel af stað og er Hannes mjög ánægður með lífið, tilveruna og fótboltann. Hann spjallaði við Fótbolta.net í dag.

„Það hefur gengið mjög vel, ég er ánægður og það hefur gengið vel í fótboltanum. Við höfum verið í 3-4 efstu sætunum allt mótið og það er mjög sterkt."

Hann á von á erfiðum leikjum en segir stefnu liðsins vera sex stig af sex mögulegum þó það verði erfitt.

„Við stefnum á fullt hús og eigum að gera það en það vita það allir að það er ekki sjálfsagt mál að vinna Finnland og Tyrki. Þetta eru tvö erfið lið og það þarft magt að ganga upp."

Hann er spenntur fyrir því að fá að spila á Laugardalsvelli á nýjan leik, í fyrsta skipti síðan á EM í sumar.

„Þetta er í fyrsta skipti sem við komum hingað eftir EM og stuðningurinn síðustu fjögur ár er búinn að vera stórkostlegur."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner