Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   mið 04. október 2017 11:21
Elvar Geir Magnússon
Antalya í Tyrklandi
Raggi Sig: Í fyrsta sinn sem ég þurfti að höndla alvöru mótlæti
Icelandair
Raggi Sig.
Raggi Sig.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson ræddi við Fótbolta.net á æfingu íslenska landsliðsins í dag. Framundan er risaleikur gegn Tyrklandi ytra í dag eins og landsmenn eru vel meðvitaðir um.

„Þetta verður spennandi og erfiður leikur. Eins og við viljum hafa það. Við höfum oftar en ekki stigið upp þegar mest hefur legið við. Það er gaman að spila þannig leiki og þetta verður mjög gaman," segir Raggi.

Talsverð umræða hefur verið um hvort Kári eða Sverrir verði í miðverðinum en allir búast við því að Raggi verði annar miðvörðurinn. Hvað segir Raggi um þessa umræðu?

„Ég hef ekkert tekið eftir þessari umræðu. Það er ekki langt síðan ég var ekki viss sjálfur um hvort ég væri að spila. Þegar ég hafði ekkert spilað með Fulham. Það er jákvætt að við erum með marga góða varnarmenn."

Raggi gekk í sumar í raðir Rubin Kazan í Rússlandi og hefur leikið vel eftir erfiðan tíma hjá Fulham.

„Mér persónulega hefur gengið vel og ég hef fengið ágætis „restart" á minn feril síðan þetta klúður var hjá Fulham. Ég fattaði ekki alveg hvað ég var langt niðri fyrr en eftir á. Þegar ég var kominn á nýjan stað fattaði ég hvað maður var kominn í rugl í hausnum."

„Þetta var í fyrsta sinn á mínum ferli sem ég þurfti að höndla alvöru mótlæti. Það var erfitt og ömurlegt að vera í þessari stöðu."

Ragga líður vel í Rússlandi en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner