Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fös 04. október 2019 15:48
Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren: Þeir eru vonsviknir eins og við
Icelandair
Erik Hamren fór mikinn á fréttamannafundi í dag þar sem hann tilkynnti 25 manna hópinn sem mætir Frökkum og Andorra.
Erik Hamren fór mikinn á fréttamannafundi í dag þar sem hann tilkynnti 25 manna hópinn sem mætir Frökkum og Andorra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta verða tveir mjög mismunandi leikir," sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands við Fótbolta.net í dag eftir að hafa tilkynnt 25 manna hóp sem kemur saman fyrir leiki gegn Frakklandi og Andorra í undankeppni EM 2020 í næstu viku.

„Andorra er lið sem við verðum að vinna, og ættum að vinna jafnvel þó það sé ekki eins auðvelt og margir halda. Ef þið skoðið leikina þeirra gegn Tyrklandi og Frökkum úti er erfitt að vinna þá. En við verðum að vinna þá, auðvitað!" sagði hann.

„Svo eru það Frakkar. Ísland hefur aldrei unnið Frakka svo það verður erfiður leikur. Þetta eru Heimsmeistararnir og þeir eru 40 sætum fyrir ofan okkur á heimslistanum. En afhverju ekki? Stundum geta svona hlutir gerst. Ef við náum okkar besta leik þá getur eitthvað gerst. Stundum verða kraftaverk og því munum við gera allt sem við getum til að ná í eitt eða þrjú stig gegn Frökkum. Það er alveg klárt. Báðir leikirnir eru samt áskorun á mismunandi hátt."

Hamren hélt þrumuræðu yfir fréttamönnum á fréttamannafundi í dag þegar hann fór yfir tapleikinn gegn Albaníu, ástríðan var greinilega mikil og krafturinn í honum. Erum við að fara í stríð í næsta verkefni?

„Fótboltinn er ástríða, þegar ég tala um fótbolta þá sýni ég ástríðu. Stundum sit ég rólegur og sýni ekki ástríðuna en þegar ég tala um fótbolta og tala um síðasta leik þá er ég ekki sáttur með frammistöðuna og úrslitin í leiknum gegn Albaníu. Fótboltinn er fyrir tilfinningar."

Hamren fór vel yfir það sem honum fannst fara miður í leiknum gegn Albaníu í september.

„Ég vildi gera það svo þið vitið hvað ég og Freyr erum að hugsa og hvernig við vinnum með þetta. Við viljum ekki benda á einn leikmann og segja að hann hafi gert mistök og þetta sé honum að kenna. Við vinnum ekki þannig og eins og ég sýndi á klippunum þá voru margir leikmenn að taka rangar ákvarðanir. Það var ekki einn einstaklingur. Við vinnum saman og töpum saman og því er mikilvægt að sýna ykkur það og gera eitthvað meira og öðruvísi á fréttamannafundi."

Sem fyrr sagði valdi Hamren 25 manna hóp þar sem Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Birkir Már Sævarsson, Arnór Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason snúa aftur. Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson héldu sæti sínu þó þeir hafi nánast ekkert spilað með félagsliði á árinu sem þó er komið á síðasta fjórðung.

„Þetta var erfitt val, það voru jákvæð tíðindin í að Alfreð,Jói, Arnór S, Sverrir og Birkir Már snúa aftur. Leikmenn sem munu reynast liðinu vel og eru komnir aftur en það voru líka aðrar erfiðar spurningar. Birkir Bjarna og Emil spila ekki með félagsliði og því þurfti að hugsa mikið um þá ákvörðun. Við ræddum það mikið því ég skil og virði skoðanir þeirra sem telja ákvörðunina ekki rétta en mér fannst þetta rétt ákvörðun. Birkir og Emil eru mjög góðir fyrir hópinn. Þeir hafa gæði og mikla reynslu og eru virtir innan hópsins. Þeir munu gera allt sem þeir geta fyrir hópinn. Við sjáum hvað þeir spila mikið en þeir verða hluti hópsins. Ég er viss um að ég hafi tekið rétta ákvörðun en hún er erfið."

Gætirðu séð fyrir þér að þeir byrji leikina?

„Við sjáum hvað gerist, það er vika í að ég velji byrjunarliðið en allir leikmenn sem voru valdir vita að þeir eiga hlutverk þó þeir séu ekki að byrja. Því þetta er liðsvinna. Við verðum að vera góðir sem lið ef við ætlum að ná þeim úrslitum sem við viljum."

En hvað finnst þér um stöðu þeirra, afhverju eru þeir ekki að finna sér lið?

„Þú verður að spyrja þá um þau mál, en þeir eru vonsviknir eins og við í landsliðinu. Það er alveg ljóst. Ég átti von á að það yrði búið að leysa þetta eftir að liðið kom síðast saman. En svo er ekki svo við verðum að taka á því og sjá hvað gerist. Ég er í stöðugu sambandi við þá eins og aðra leikmenn til að vita stöðuna á þeim."

Hvað þurfum við að gera til að vinna Frakka?

„Við verðum að vera í okkar besta formi, bæði einstaklingarnir og svo sem lið líka. Við megum ekki taka rangar ákvarðanir eða gera mistök því þeir munu refsa okkur. Við verðum að sýna sigurhugarfarið og trúnna á að við getum gert það. Það er það mikilvægasta. En við verðum að vera heiðarlegir með að þeir geta ekki átt sinn besta dag heldur. Ef þeir eiga sinn besta leik og við eigum okkar besta leik þá er það kannski ekki nóg fyrir okkur til að vinna. Ég hef samt góða tilfinningu sem stendur og vona að tilfinningin verði líka góð eftir leikinn.

Þurfum við ekki að ná að pirra Frakkana, gæti rok og rigning hjálpað okkur?

„Já, en við getum engin áhrif haft á það. Við getum bara haft áhrif á frammistöðu okkar en ekki veðrið eða þá."
Athugasemdir
banner
banner
banner