Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   sun 04. október 2020 17:24
Magnús Þór Jónsson
Einar: Byrjaðir að setja nöfn á blað fyrir næsta ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Guðnason var í þjálfaraúlpu Víkinga í dag. Arnar Gunnlaugsson er í úrvinnslusóttkví og Einar var því í forsvari fyrir liðið eftir 2-2 jafnteflið við KA, ellefti leikurinn í röð án sigurs hjá Víkingum.

"Fyrstu viðbrögð er að vera svekktur að hafa ekki unnið þennan leik.  Við þurfum að gera breytingar þegar við missum Sölva útaf og fáum á okkur mark strax á eftir.  Eftir það fannst mér við bara betri aðilinn í þessum lfyrri hálfleik."

Ágúst Hlynsson var að leika sinn síðasta leik fyrir Víking, heldur nú í atvinnumennskuna eftir tvö ár hjá liðinu.

"Þetta kom upp núna nýlega og það er góð auglýsing fyrir klúbbinn að við séum að selja unga leikmenn út. Það líka að við séum að hjálpa ungum leikmönnum sem komu til okkar að utan að fara út aftur eftir gott tímabil hér.

Það hlýtur að vera freistandi fyrir leikmenn sem eru að hugsa um að koma heim að koma til okkar."


Eru menn farnir að plana fyrir næsta sumar eftir vonbrigðasumar?

"Við erum alveg farnir að setja nöfn á blað og svoleiðis en gerum ekki mikið í því fyrr en að tímabilið er búið."

Nánar er rætt við Einar í viðtalinu sem fylgir.



Athugasemdir