Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   sun 04. október 2020 17:24
Magnús Þór Jónsson
Einar: Byrjaðir að setja nöfn á blað fyrir næsta ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Guðnason var í þjálfaraúlpu Víkinga í dag. Arnar Gunnlaugsson er í úrvinnslusóttkví og Einar var því í forsvari fyrir liðið eftir 2-2 jafnteflið við KA, ellefti leikurinn í röð án sigurs hjá Víkingum.

"Fyrstu viðbrögð er að vera svekktur að hafa ekki unnið þennan leik.  Við þurfum að gera breytingar þegar við missum Sölva útaf og fáum á okkur mark strax á eftir.  Eftir það fannst mér við bara betri aðilinn í þessum lfyrri hálfleik."

Ágúst Hlynsson var að leika sinn síðasta leik fyrir Víking, heldur nú í atvinnumennskuna eftir tvö ár hjá liðinu.

"Þetta kom upp núna nýlega og það er góð auglýsing fyrir klúbbinn að við séum að selja unga leikmenn út. Það líka að við séum að hjálpa ungum leikmönnum sem komu til okkar að utan að fara út aftur eftir gott tímabil hér.

Það hlýtur að vera freistandi fyrir leikmenn sem eru að hugsa um að koma heim að koma til okkar."


Eru menn farnir að plana fyrir næsta sumar eftir vonbrigðasumar?

"Við erum alveg farnir að setja nöfn á blað og svoleiðis en gerum ekki mikið í því fyrr en að tímabilið er búið."

Nánar er rætt við Einar í viðtalinu sem fylgir.



Athugasemdir
banner
banner