Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   sun 04. október 2020 17:24
Magnús Þór Jónsson
Einar: Byrjaðir að setja nöfn á blað fyrir næsta ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Guðnason var í þjálfaraúlpu Víkinga í dag. Arnar Gunnlaugsson er í úrvinnslusóttkví og Einar var því í forsvari fyrir liðið eftir 2-2 jafnteflið við KA, ellefti leikurinn í röð án sigurs hjá Víkingum.

"Fyrstu viðbrögð er að vera svekktur að hafa ekki unnið þennan leik.  Við þurfum að gera breytingar þegar við missum Sölva útaf og fáum á okkur mark strax á eftir.  Eftir það fannst mér við bara betri aðilinn í þessum lfyrri hálfleik."

Ágúst Hlynsson var að leika sinn síðasta leik fyrir Víking, heldur nú í atvinnumennskuna eftir tvö ár hjá liðinu.

"Þetta kom upp núna nýlega og það er góð auglýsing fyrir klúbbinn að við séum að selja unga leikmenn út. Það líka að við séum að hjálpa ungum leikmönnum sem komu til okkar að utan að fara út aftur eftir gott tímabil hér.

Það hlýtur að vera freistandi fyrir leikmenn sem eru að hugsa um að koma heim að koma til okkar."


Eru menn farnir að plana fyrir næsta sumar eftir vonbrigðasumar?

"Við erum alveg farnir að setja nöfn á blað og svoleiðis en gerum ekki mikið í því fyrr en að tímabilið er búið."

Nánar er rætt við Einar í viðtalinu sem fylgir.



Athugasemdir
banner
banner
banner