Man Utd blandar sér í baráttuna um Estevao - Man Utd sýnir Guirassy áhuga - Man Utd í viðræðum um varnarmanninn Dragusin
banner
   mið 04. október 2023 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sky: Sancho og Terzic ræða saman
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Enski kantmaðurinn Jadon Sancho verður líklegast lánaður burt frá Manchester United í janúar eftir að hann lenti upp á kant við Erik ten Hag knattspyrnustjóra.

Hinn 23 ára gamli Sancho er samningsbundinn Man Utd til 2026 en fær ekki að taka þátt í leikjum liðsins fyrr en hann biðst afsökunar á hegðun sinni. Leikmaðurinn virðist þó vera fastur á því að hann sé í rétti og sér enga ástæðu til að biðjast afsökunar.

Sky í Þýskalandi segir að Sancho sé í samskiptum við Edin Terzic, þjálfara Dortmund, sem vill ólmur fá hann aftur til félagsins. Sancho lék undir stjórn Terzic áður en Rauðu djöflarnir keyptu hann sumarið 2021 fyrir um það bil 85 milljónir evra.

Stærsta vandamálið við að fá Sancho aftur til Dortmund er launapakkinn sem hann fær hjá Man Utd, en möguleg lausn væri að senda hann til þýska félagsins á lánssamningi.

Það eru önnur félög víðsvegar um heim áhugasöm um að tryggja sér þjónustu Sancho í janúar og eru tilbúin til veita Dortmund samkeppni.

Sancho kom að 114 mörkum með beinum hætti í 137 leikjum hjá Dortmund. Á þeim tíma var hann 17 til 21 árs gamall.

   26.09.2023 22:17
Ten Hag um Sancho: Undir honum komið

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner