Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
   fös 04. október 2024 15:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Alveg hræðilegt" að velja sameiginlegt lið fyrir risaleikinn
Fanney og Berglind Rós komast í bæði lið.
Fanney og Berglind Rós komast í bæði lið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lillý er búin að eiga stórkostlegt sumar í vörn Vals.
Lillý er búin að eiga stórkostlegt sumar í vörn Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María Albertsdóttir er auðvitað í báðum liðum.
Agla María Albertsdóttir er auðvitað í báðum liðum.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Magnús Haukur Harðarson og Óskar Smári Haraldsson gerðu heiðarlega tilraun í því að setja saman sameiginlegt sterkasta byrjunarlið fyrir Val og Breiðablik í hlaðvarpi hér á Fótbolta.net.

Það er nánast ómögulegt að gera það þar sem bæði þessi lið eru fáránlega vel mönnuð.

„Þetta er alveg hræðilegt, bara sársauki," sagði Óskar Smári þegar þeir reyndu að velja liðið.

Varamannabekkurinn yrði allavega mjög sterkur í þessu sameiginlega liði.

Svona var útkoman:





„Þetta sýnir hversu galið vel mönnuð þessi lið eru. Það eru stjörnur í hverri einustu stöðu," sagði undirritaður í þættinum en hægt er að hlusta á hann í heild sinni hér fyrir neðan.
Risarnir tveir slást og annar þeirra stendur uppi sem meistari
Athugasemdir
banner
banner