Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
banner
   lau 04. október 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Chelsea mætir Liverpool
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sjöunda umferð enska úrvalsdeildartímabilsins, og sú síðasta fyrir landsleikjahlé, fer fram í dag og eru ýmis stórlið sem mæta til leiks.

Tottenham Hotspur heimsækir nýliða Leeds í hádegisleiknum, áður en Arsenal og Manchester United eiga heimaleiki.

Arsenal tekur á móti West Ham í Lundúnaslag á sama tíma og Man Utd spilar við nýliða Sunderland á Old Trafford.

Stórleikur helgarinnar fer svo fram síðdegis þegar heimsmeistarar Chelsea mæta Englandsmeisturum Liverpool.

Þar er um að ræða gífurlega spennandi viðureign en Chelsea er aðeins með 8 stig eftir tvo tapleiki í röð í úrvalsdeildinni. Liverpool trónir á toppi deildarinnar með 15 stig en tapaði gegn Crystal Palace í síðustu umferð og beið svo einnig lægri hlutar gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í vikunni.

Leikir dagsins
11:30 Leeds - Tottenham
14:00 Arsenal - West Ham
14:00 Man Utd - Sunderland
16:30 Chelsea - Liverpool
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Leeds 9 3 2 4 8 13 -5 11
14 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
15 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
16 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 9 1 1 7 6 19 -13 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner
banner