Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
   lau 04. október 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Inter og Atalanta á heimavelli
Mynd: EPA
Það eru fjórir leikir á dagskrá í ítalska boltanum í dag þar sem Inter og Atalanta eiga heimaleiki seinni partinn.

Það eru tveir leikir sem hefjast samtímis eftir hádegi þegar Lazio mætir Torino og Parma tekur á móti botnliði Lecce. Þórir Jóhann Helgason er á mála hjá Lecce en hefur fengið lítinn spiltíma það sem af er tímabils.

Stórveldi Inter tekur svo á móti nýliðum Cremonese síðdegis áður en Atalanta fær Cesc Fábregas og lærisveina hans í heimsókn í kvöld.

Þar er um afar spennandi leik að ræða þar sem Atalanta er að glíma við svakaleg meiðslavandræði á upphafi tímabils á meðan Como er að gera flotta hluti með Nico Paz fremstan í flokki.

Leikir dagsins
13:00 Lazio - Torino
13:00 Parma - Lecce
16:00 Inter - Cremonese
18:45 Atalanta - Como
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 5 4 0 1 9 3 +6 12
2 Napoli 5 4 0 1 10 5 +5 12
3 Roma 5 4 0 1 5 1 +4 12
4 Juventus 5 3 2 0 9 5 +4 11
5 Inter 5 3 0 2 13 7 +6 9
6 Atalanta 5 2 3 0 10 4 +6 9
7 Cremonese 5 2 3 0 6 4 +2 9
8 Sassuolo 6 3 0 3 8 8 0 9
9 Como 5 2 2 1 6 4 +2 8
10 Bologna 5 2 1 2 5 5 0 7
11 Cagliari 5 2 1 2 5 5 0 7
12 Udinese 5 2 1 2 5 8 -3 7
13 Lazio 5 2 0 3 7 4 +3 6
14 Parma 5 1 2 2 3 6 -3 5
15 Torino 5 1 1 3 2 10 -8 4
16 Fiorentina 5 0 3 2 3 6 -3 3
17 Verona 6 0 3 3 2 9 -7 3
18 Pisa 5 0 2 3 3 6 -3 2
19 Genoa 5 0 2 3 2 7 -5 2
20 Lecce 5 0 2 3 4 10 -6 2
Athugasemdir
banner