Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
banner
   lau 04. október 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Íslendingavaktin 
Mikael í liði umferðarinnar í Svíþjóð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingavaktin vekur athygli á frábærri frammistöðu Mikael Neville Anderson með Djurgården í síðustu umferð í sænska boltanum þar sem hann skoraði tvennu og lagði upp í stórsigri gegn Sirius.

Mikael var valinn í lið umferðarinnar hjá sænska fjölmiðlinum TuttoSvenskan ásamt liðsfélögum sínum August Priske og Matias Siltanen.

Mikael hefur verið mikilvægur hlekkur frá komu sinni til Djurgården en þetta voru hans fyrstu mörk frá félagaskiptunum frá AGF í sumar.

Djurgården hefur verið á miklu skriði að undanförnu, er taplaust frá því um miðjan júlí og situr í 7. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 41 stig eftir 25 umferðir.


Athugasemdir
banner
banner