Heimild: Íslendingavaktin
Íslendingavaktin vekur athygli á frábærri frammistöðu Mikael Neville Anderson með Djurgården í síðustu umferð í sænska boltanum þar sem hann skoraði tvennu og lagði upp í stórsigri gegn Sirius.
Mikael var valinn í lið umferðarinnar hjá sænska fjölmiðlinum TuttoSvenskan ásamt liðsfélögum sínum August Priske og Matias Siltanen.
Mikael hefur verið mikilvægur hlekkur frá komu sinni til Djurgården en þetta voru hans fyrstu mörk frá félagaskiptunum frá AGF í sumar.
Djurgården hefur verið á miklu skriði að undanförnu, er taplaust frá því um miðjan júlí og situr í 7. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 41 stig eftir 25 umferðir.
???? TOTW tillbaka och såklart Djurgårdstungt av förklarliga skäl. Massor av debutanter, HBK med närvaro och i sedvanlig ordning dubbelt Mjällby.
— TuttoSvenskan (@TuttoSvenskan) September 30, 2025
???? Motiveringar och bubblare: https://t.co/uqTRGkjKIu pic.twitter.com/zuKVZ8IEbd
Athugasemdir