Man Utd gæti misst Fernandes - Napoli vill Mainoo - Barcelona og Liverpool berjast um Upamecano
   lau 04. október 2025 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þjálfari Malmö: Daníel setur liðið í slæma stöðu
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Mynd: Malmö FF
Daníel Tristan Guðjohnsen byrjaði á bekknum í 3-0 tapi Malmö á útivelli gegn Viktoria Plzen í Evrópudeildinni í vikunni. Hann kom þó inn á 27. mínútu vegna meiðsla, en tveir leikmenn Malmö meiddust á fyrsta hálftímanum.

Skömmu eftir innkomu Daníels sköruðu heimamenn í liði Plzen tvö mörk og fékk Lasse Johnsen liðsfélagi Daníels tvö gul spjöld. Staðan var því 2-0 í hálfleik og gestirnir í liði Malmö leikmanni færri.

Í síðari hálfleik skoruðu heimamenn þriðja markið og misstu líka mann af velli, en Malmö tókst ekki að minnka muninn. Það var svo seint í uppbótartíma sem Daníel Tristan fékk að líta beint rautt spjald fyrir að gefa andstæðingi sínum olnbogaskot.

Lokatölur 3-0 fyrir Plzen, þar sem Matej Vydra, fyrrum leikmaður Watford, Derby og Burnley, skoraði eitt og lagði hin tvö upp.

Anes Mravac þjálfari Malmö tjáði sig um rauða spjaldið hjá Daníeli, sem er aðeins 19 ára gamall, að leikslokum.

„Þetta er ekki í lagi. Hann setur liðið í slæma stöðu útaf því að það eru fleiri leikir framundan og við þurfum á öllum okkar leikmönnum að halda," sagði Mravac við Sydsvenskan eftir leik.

„Hann veit hvað hann gerði og er óánægður með sjálfan sig. Hann er búinn að stíga upp og taka ábyrgð."

Daníel Tristan er einn af okkar allra efnilegustu fótboltamönnum og hefur komið með beinum hætti að 10 mörkum í 19 deildarleikjum með Malmö á leiktíðinni. Hann er með tvo A-landsleiki að baki þrátt fyrir ungan aldur.
Athugasemdir
banner