fös 04. desember 2020 16:15
Magnús Már Einarsson
Klopp: Ég er ekki eins og Gary Neville
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur ítrekað kallað eftir að skiptingum í ensku úrvalsdeildinni sé fjölgað upp í fimm til að passa upp á heilsu leikmanna.

Klopp hefur talað um aukið leikjaálag en Gary Neville svaraði honum á Sky á dögunum og sagði álagið á lið Liverpool ekki meira á þessu tímabili en áður. Klopp var spurður út í þetta á fréttamannafundi í dag.

„Ég man ekki nákvæmlega hvað hann sagði en þetta snýst ekki baraum Liverpool," sagði Klopp.

„Hvort sem hann hefur sannanir fyrir því hvernig hann myndi bregðast við í svona stöðu þá áttið þið ykkur á því að ég er ekki eins og hann."

„Ég er að tala um alla leikmenn en ekki bara leikmenn Liverpool."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner