Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 04. desember 2021 06:00
Victor Pálsson
Fyrrum vonarstjarna Suður-Kóreu snýr aftur heim
Mynd: Google
Lee Seung-woo, fyrrum leikmaður Barcelona, hefur skrifað undir samning við lið Suwon FC í heimalandi sínu, Suður-Kóreu.

Seung-woo er nafn sem einhverjir ættu að kannast við en hann var talinn mikið efni á sínum tíma og var á mála hjá Barcelona frá 2011 til 2016.

Frá 2018 til 2019 lék Seung-woo 11 landsleiki fyrir Suður-Kóreu en hann lék með liði Verona frá 2017 til 2019 og spilaði þá 37 deildarleiki á tveimur árum.

Ferill leikmannsins hefur alls ekki náð því flugi sem margir bjuggust við og var hann lánaður til Portimonense í Portúgal fyrr á þessu ári og lék þar aðeins fjóra leiki.

Nú er þessi skemmtilegi sóknarmaður farinn aftur til heimalandsins aðeins 23 ára gamall og er Evrópudraumurinn mögulega úti.

Seung-woo náði aldrei að spila aðalliðsleik fyrir Barcelona en hann var talin næsta vonarstjarnan í Asíu á sínum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner