Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. desember 2021 21:46
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Atalanta kom til baka og vann Napoli
Merih Demiral skoraði jöfnunarmark Atalanta
Merih Demiral skoraði jöfnunarmark Atalanta
Mynd: Getty Images
Napoli 2 - 3 Atalanta
0-1 Ruslan Malinovskiy ('7 )
1-1 Piotr Zielinski ('40 )
2-1 Dries Mertens ('47 )
2-2 Merih Demiral ('66 )
2-3 Remo Freuler ('71 )

Napoli tókst ekki að hirða toppsætið á ný eftir að hafa tapað 3-2 fyrir Atalanta í Seríu A á Ítalíu í kvöld.

Ruslan Malinovskiy kom gestunum í Atalanta yfir á 7. mínútu áður en pólski miðjumaðurinn Piotr Zielinski jafnaði metin fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks.

Dries Mertens kom Napoli yfir í byrjun þess síðar en Atalanta tókst að snúa stöðunni við á fimm mínútum. Tyrkinn, Merih Demiral, jafnaði á 66. mínútu áður en Remo Freuler skoraði sigurmarkið á 71. mínútu.

Lokatölur 3-2 fyrir Atalanta sem er nú tveimur stigum á eftir Napoli í 4. sætinu en Napoli er í þriðja með 36 stig. Milan heldur því toppsætinu með 38 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner