Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 04. desember 2021 06:00
Victor Pálsson
Kroos velur fimma manna draumalið Real
Mynd: Getty Images
Toni Kroos, leikmaður Real Madrid, hefur valið sitt fimm manna draumalið skipað fyrrum leikmönnum liðsins.

Kroos hefur spilað með ófáum góðum leikmönnum hjá Real en enginn fyrrum samherji fær pláss að þessu sinni.

Það er ekkert pláss fyrir Cristiano Ronaldo í liði Kroos en hann er markahæsti leikmaður í sögu spænska félagsins.

Athygli vekur að Þjóðverjinn Uli Stielike er í liði Kroos en hann lék með Real frá 1977 til 1985 og lék yfir 200 leiki.

Zinedine Zidane fær einnig pláss í liði Kroos en hann hefur þjálfað miðjumanninn í tvígang á Santiago Bernabeu.

Í fremstu víglínu er goðsögnin Raúl sem skoraði yfir 220 mörk í spænsku úrvalsdeildinni fyrir félagið fr á 1994 til 2010.

Draumalið Kroos:

Markvörður: Iker Casillas
Varnarmaður: Roberto Carlos
Miðjumenn: Zinedine Zidane - Uli Stielike
Framherji: Raúl Gonzalez
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner