
Kylian Mbappe bauð upp á sýningu í 3-1 sigri Frakklands á Póllandi í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar í kvöld.
Mbappe lagði upp markið sem gerði Olivier Giroud að markahæsta leikmanni franska landsliðsins frá upphafi og skoraði síðan sjálfur tvö mörk.
Hann er með 5 mörk á HM og lagt upp tvö en hann fær 9 frá Independent eftir frammistöðuna í kvöld. Robert Lewandowski, stjörnuleikmaður Póllands, fær aðeins 5 fyrir sína frammistöðu á síðasta heimsmeistaramóti kappans.
Frakkland: Lloris (5), Kounde (6), Varane (7), Upamecano (6), Hernandez (6), Griezmann (7), Tchouameni (5), Rabiot (7), Dembele (6), Giroud (8), Mbappe (9).
Pólland: Szczesny (6), Bereszynski (7), Kiwior (5), Glik (5), Cash (5), Frankowski (5), Szymanski (5), Krychowiak (4), Zielinski (5), Kaminski (6), Lewandowski (5).
Athugasemdir