banner
   sun 04. desember 2022 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Gabriel Jesus verður frá í þrjá mánuði
Gabriel Jesus
Gabriel Jesus
Mynd: EPA
Brasilíski framherjinn Gabriel Jesus verður frá í að minnsta kosti þrjá mánuði vegna meiðsla á hné en þetta segir brasilíski miðillinn Sportv.

Jesus, sem hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Arsenal á leiktíðinni, meiddist á hné í 1-0 tapinu gegn Kamerún á dögunum.

Brasilískir fjölmiðlar greindu frá því að Jesus yrði ekki meira með á HM og hafa nú borist frekari fréttir af meiðslunum.

Samkvæmt Sportv verður Jesus frá í þrjá mánuði en hann mun þurfa að gangast undir aðgerð á hné.

Jesus flýgur til Lundúna í dag og mun í kjölfarið gangast undir aðgerð.

Þetta eru verulega slæmar fréttir fyrir Arsenal, enda hefur Jesus spilaði mikilvæga rullu síðan hann kom frá Manchester City í sumar og situr Arsenal í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stiga forystu á Man City.
Athugasemdir
banner
banner
banner