Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 04. desember 2023 09:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pope verður frá í marga mánuði
Nick Pope.
Nick Pope.
Mynd: EPA
Nick Pope, markvörður Newcastle, verður líklega frá í fjóra til fimm mánuði eftir að hafa farið úr axlarlið gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.

Englendingurinn hefur verið einn traustasti leikmaður liðsins síðustu ár og það er mikið högg fyrir Newcastle að missa hann í svona löng meiðsli.

Pope meiddist undir lok leiks gegn Man Utd er hann lenti illa eftir að hafa skutlað sér á boltann. Martin Dubravka kom inn í hans stað og kláraði leikinn. Dubravka mun líklega taka stöðu hans næstu mánuðina, nema félagið sæki sér nýjan markvörð í janúar.

Það er óvíst hvort Pope muni spila meira á tímabilinu en það kemur væntanlega í ljós á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner