Miðjumaðurinn Sævar Atli Hugason hefur framlengt samning sinn við Aftureldingu til loka árs 2026.
Mosfellingurinn steig sín fyrstu skref með meistaraflokki Aftureldingar sumarið 2022 og hefur síðan þá skorað fimm mörk í 33 leikjum með liðinu í Lengjudeildinni.
Sævar, sem er tvítugur, spilaði nítján leiki og skoraði þrjú mörk í sumar er Afturelding komst upp í efstu deild, en hann hefur nú ákveðið að taka slaginn næstu tvö árin.
Hann framlengdi samning sinn við félagið til næstu tveggja ára eða út 2026.
Athugasemdir