Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. janúar 2021 17:30
Magnús Már Einarsson
„Ótrúlegt hvað Bielsa hefur mikla trú á Meslier"
Islan Meslier markvörður Leeds
Islan Meslier markvörður Leeds
Mynd: Getty Images
Islan Meslier markvörður Leeds hefur legið undir gagnrýni að undanförnu en þessi franski U21 landsliðsmaður hefur fengið næstflest mörk á sig af öllum markvörðum á þessu tímabili. Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, hefur haldið tryggð við Meslier allt tímabilið.

„Greyiið Islan Meslier í markinu. Hann er tvítugur Frakki, þetta er bara barn. Hann brotnar við minnstu snertingu," sagði Hlynur Valsson, lýsandi á Síminn Sport, í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í gær.

„Það er ótrúlegt hvað Bielsa hefur mikla trú á honum. Hann er flinkur í fótunum og hann hefur allt til brunns að bera til að verða geggjaður markvörður í framtíðinni."

„Þeir eru með Kiko Casilla á bekknum og hann var varamarkvörður og eitthvað að spila hjá Real Madrid. Hann (Bielsa) er ekki að fara að nota hann. Það er greinilegt. Meslier er í markinu, sama hvað hann gerir mörg mistök."


Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins en þar var rætt nánar um Arsenal. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner