Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 05. febrúar 2023 10:20
Ívan Guðjón Baldursson
U17 mætir Slóvakíu - Leikurinn á KSÍ TV
Kvenaboltinn
Mynd: KSÍ

U17 kvenna mætir Slóvakíu í dag í öðrum leik sínum á æfingamóti í Portúgal.


Stelpurnar gerðu markalaust jafntefli við Portúgal í fyrsta leik æfingamótsins á meðan Slóvakar steinlágu gegn sterku liði Finna, 4-0.

Leikurinn gegn Slóvakíu fer fram á Campo de Jogos Municipal Carlos Duarte vellinum og hefst klukkan 14:00 að íslenskum tíma.

Næsti leikur eftir þennan, sem er jafnframt lokaleikur mótsins, fer svo fram þriðjudaginn 7. febrúar og er gegn Finnlandi.

Magnús Örn Helgason er landsliðsþjálfari U17 kvenna.

Bein útsending gegn Slóvakíu og Sjáðu jafnteflið gegn Portúgal

Sjá einnig:
Hópur U17 kvenna sem fer á æfingamót í febrúar


Athugasemdir
banner