Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 05. febrúar 2025 22:56
Ívan Guðjón Baldursson
Dagný tapaði í undanúrslitum - Stórsigur hjá Bröndby
Mynd: Getty Images
Mynd: Bröndby
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í leikjum dagsins víða um Evrópu, þar sem Dagný Brynjarsdóttir kom inn af bekknum í 2-0 tapi West Ham United gegn Chelsea.

Dagný kom inn á 72. mínútu í stöðunni 2-0 og tókst ekki að breyta stöðunni gegn sterkasta liði Englands.

Liðin áttust við í undanúrslitum enska deildabikarsins og spilar Chelsea annað hvort við Arsenal eða Manchester City í úrslitaleiknum.

Johanna Kaneryd og Sjoeke Nusken skoruðu mörk Chelsea í sigrinum.

Bröndby vann þá 6-1 sigur í æfingaleik gegn Næstved en Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir eru á mála hjá félaginu. Agnete Nielsen skoraði fernu á 13 mínútna kafla.

Kolbeinn Þórðarson var að lokum ekki í liði Gautaborgar sem tapaði gegn varaliði Brentford í Atlantic Cup æfingamótinu. Gautaborg og Brentford eiga bæði þrjú stig eftir tvær fyrstu umferðirnar.

Chelsea 2 - 0 West Ham
1-0 Johanna Rytting Kaneryd ('20)
2-0 Sjoeke Nusken ('29)

Brondby 6 - 1 Naestved
0-1 Markaskorara vantar ('24)
1-1 Nanna Christiansen ('72)
2-1 Agnete Nielsen ('74)
3-1 Agnete Nielsen ('78)
4-1 Agnete Nielsen ('85)
5-1 Agnete Nielsen ('87)
6-1 Julie Klæboe ('89)

Goteborg 1 - 2 Brentford II
1-0 A. Erlingmark ('44)
1-1 I. Morgan ('45)
1-2 C. Avenell ('72)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner