Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 05. febrúar 2025 09:00
Elvar Geir Magnússon
Mainoo og Garnacho seldir í sumar?
Powerade
Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho.
Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho.
Mynd: EPA
Þú glugganum hafi verið lokað þá fer slúðurpakkinn ekki í neitt frí. Hér má sjá helsta slúðrið sem er í gangi í miðlunum. Rétt svona til að búa okkur undir appelsínugula viðvörun!

Manchester United er enn opið fyrir því að selja argentínska kantmanninn Alejandro Garnacho (20) og enska miðjumanninn Kobbie Mainoo (19) í sumar. (Guardian)

Brasilíski framherjinn Matheus Cunha (25) hefur áhuga á að fara til stærra félags þrátt fyrir að hafa skrifað undir nýjan samning við Wolves. (Football Insider)

Nottingham Forest hafnaði gluggadagstilboði frá Chelsea í brasilíska varnarmanninn Murillo (22) sem hefði gert hann að stærstu sölu félagsins. (Telegraph)

Marcus Rashford (27), sóknarmaður Manchester United og Englands, hafnaði því að fara til tyrknesks félags áður en hann gekk til liðs við Aston Villa á láni. (Manchester Evening News)

Rashford gæti tapað allt að 100% af því sem hann fær í styrktarfé frá Nike vegna þess að íþróttafatarisinn telur Aston Villa vera í lægri flokk félaga en United. Nike gæti líka beðið hann um að greiða til baka undirskriftarbónusa að hluta. (Mail Plus)

Sérfræðingar telja að það gæti þurft að bíða til 2032 áður en Old Trafford verður að fullu endurbyggður eða endurnýjaður. (Mail Plus)

Chelsea reyndi að fá markvörð áður en félagaskiptaglugganum lokaði en fann ekki leikmann sem hefði komist í byrjunarliðið. (Football Insider)

Newcastle United hallast að því að byggja nýjan leikvang við hliðina á svæðinu þar sem St James' Park stendur. (Telegraph)

Pep Guardiola var fúll út í Kyle Walker (34) fyrir að tala ekki við sig fyrst áður en hann fór til forráðamanna félagsins og tilkynnti að hann vildi fara. Guardiola taldi að samband sitt og Walker væri það gott að hann myndi ræða við sig á undan. (Athletic)

Gary Neville telur augljóst að Rúben Amorim, stjóri Manchester United, sé ekki hrifinn af sóknarparinu Joshua Zirkzee og Rasmus Höjlund. (Mail)

Joao Felix (25) gæti komið við sögu í sínum fyrsta leik með AC Milan í kvöld, þegar liðið leikur bikarleik gegn Roma. Felix kom til Milan frá Chelsea á gluggadeginum. (La Gazzetta dello Sport)

Real Betis hafnaði tilboði frá Wolves í bandaríska miðjumanninn Johnny Cardoso (23) á gluggadeginum. (Relevo)
Athugasemdir
banner
banner