Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 05. febrúar 2025 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Slot: Engin ástæða til að bæta við leikmanni í janúar
Mynd: EPA
Arne Slot var spurður út í það hvort hann hafi viljað sjá Liverpool kaupa inn nýjan leikmann í janúarglugganum en svaraði því neitandi. Leikmannahópurinn er nægilega góður til að keppast um alla titla í vor.

Liverpool trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og gerði frábært mót í deildarkeppni Meistaradeildarinnar. Liðið er þar að auki komið í undanúrslit í deildabikarnum og mætir Tottenham á heimavelli í seinni undanúrslitaleik liðanna annað kvöld, eftir 1-0 tap á útivelli í fyrri leiknum. Þá spilar Liverpool við Plymouth í 32-liða úrslitum FA bikarsins.

„Það eru ekki margir þjálfarar í sömu stöðu og ég. Ég er með svo góðan leikmannahóp hérna að ég þarf ekki að kaupa nýja leikmenn. Strákarnir hafa sýnt það á tímabilinu að þeir eru traustsins verðugir. Þið þurfið bara að horfa á stöðutöfluna í ensku úrvalsdeildinni eða Meistaradeild Evrópu," sagði Slot.

„Þar að auki höfum við ekki verið að glíma við mikið af meiðslum. Það eru engin langtímameiðsli í hópnum sem stendur, bara Trent (Alexander-Arnold) sem verður frá í nokkra daga.

„Alisson, Diogo Jota og nokkrir aðrir meiddust á tímabilinu en við lentum aldrei í vandræðum því við erum með góða breidd í hópnum. Það var engin ástæða fyrir okkur til að bæta við leikmanni í janúarglugganum."

Athugasemdir
banner
banner
banner