Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 05. mars 2021 21:36
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikar kvenna: Valur burstaði KR - Þróttur R. lagði Selfoss
Elín Metta Jensen skoraði tvö fyrir Val
Elín Metta Jensen skoraði tvö fyrir Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið Vals heldur áfram að raða inn mörkum í Lengjubikarnum en liðið vann KR í kvöld, 7-0, í A-deildinni. Þróttur R. vann þá 2-1 sigur á Selfyssingum á meðan Fylkir vann Stjörnuna 2-0.

Valur vann ÍBV 8-0 í fyrstu umferðinni áður en það vann Keflavík með sömu markatölu á dögunum.

Liðið hélt áfram að raða inn mörkum gegn KR í kvöld en Ásdís Karen Halldórsdóttir og Elín Metta Jensen gerðu báðar tvö mörk. Ída Marín Hermannsdóttir, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Fanney Inga Birkisdóttir komust einnig á blað.

Þriðji sigur Vals af þremur mögulegum og liðið á góðu skriði með markatöluna 16-0 á toppnum í riðli 1. Þróttur R. vann Selfoss 2-1 í sama riðli en Hildur Egilsdóttir kom Þrótturum yfir á 76. mínútu áður en Helena Hekla Hlynsdóttir var rekinn af velli hjá gestunum mínútu síðar.

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir varð fyrir því óláni að koma boltanum í eigið net stuttu síðar og staðan 2-0 fyrir Þrótt. Selfyssingar minnkuðu muninn undir lok leiks er Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir kom boltanum í eigið net undir lokin.

Í riðli tvö vann Fylkir lið Stjörnunnar, 2-0. Fylkir er á toppnum með 7 stig en Stjarnan með aðeins þrjú stig eftir þrjá leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner