Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 05. mars 2023 17:19
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Lagleg afgreiðsla Gakpo
Liverpool er 1-0 yfir gegn Manchester United á Anfield. Cody Gakpo skoraði markið undir lok fyrri hálfleiks.

Það er gríðarleg spenna í leiknum og hafa færin verið á báða bóga en Bruno Fernandes átti hættulegasta færi United er hann stangaði boltanum framhjá.

United var fyrst til að koma boltanum í netið er Casemiro stangaði aukaspyrnu Bruno Fernandes í netið en hann var dæmdur rangstæður. Rúmri mínútu síðar komst Liverpool yfir.

Andy Robertson fann Cody Gakpo vinstra megin, hann færði boltann á hægri og afgreiddi boltann í hægra hornið. Staðan 1-0.

Sjáðu markið hjá Gakpo
Athugasemdir
banner