Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 05. apríl 2020 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
AZ vill ekki klára tímabilið - Endar í öðru sæti á markatölu
Mynd: Getty Images
Topplið hollensku deildarinnar eru sammála um að vilja ekki klára deildartímabilið vegna kórónuveirunnar. Tímabilið myndi þá ekki fara aftur af stað og deildartitillinn færi til Ajax þriðja árið í röð.

Ajax var fyrsta toppliðið til að segjast hlynnt þeirri aðgerð og ekki var búist við að AZ Alkmaar, sem er í öðru sæti á markatölu, myndi fylgja.

Stjórn AZ hefur þó komið öllum á óvart og stendur með Ajax. PSV Eindhoven, sem er í fjórða sæti, hefur einnig stokkið um borð og má búast við að Feyenoord, í þriðja sæti, bætist við hópinn eftir helgi.

Nokkur félög í deildinni eru hlynnt því að ógilda tímabilið og stroka það alveg út, en meirihlutinn virðist hallast að fyrri kostinum.

Albert Guðmundsson er leikmaður AZ en hefur lítið komið við sögu á tímabilinu vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner