Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 05. apríl 2021 06:00
Aksentije Milisic
Átti Werner að fá vítaspyrnu gegn WBA?
Leikmenn WBA fagna í bakgrunni.
Leikmenn WBA fagna í bakgrunni.
Mynd: Getty Images
Óvæntustu úrslitin í enska boltanum um helgina var sigur WBA gegn Chelsea á Stamford Bridge.

Leiknum lauk með 2-5 sigri gestanna en þetta voru fyrstu mörkin sem Chelsea fær á sig á heimavelli undir stjórn Thomas Tuchel.

Chelsea komst yfir í leiknum en Thiago Silva fékk rautt spjald í fyrri hálfleik og eftir það hrundi spilamennska liðsins.

Það gerðist umdeilt atvik á 18. mínútu leiksins en þá var staðan enn markalaus. Timo Werner, framherji Chelsea, var þá með knöttinn inn í vítateig gestanna og gaf boltann fyrir markið.

Þá kom Darnell Furlong, bakvörður WBA, á fleygiferð inn í Werner sem féll til jarðar. Werner vildi fá vítaspyrnu en fékk ekkert fyrir sinn snúð.

Þetta atvik má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner