Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 05. apríl 2021 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Davinson Sanchez varð fyrir kynþáttaníði
Það er því miður orðið daglegt brauð að svartir knattspyrnumenn verði fyrir kynþáttaníði á samfélagsmiðlum.

Davinson Sanchez, kólumbískur miðvörður Tottenham, er sá síðasti til að verða fyrir barðinu á internet tröllum á samfélagsmiðlum.

Sanchez varð fyrir níðinu á Instagram og vill Tottenham Hotspur sem knattspyrnufélag sjá stjórnendur Instagram gera eitthvað í málinu.

„Okkur er misboðið vegna skilaboða sem Davinson Sanchez fékk í dag og skorum á samfélagsmiðla að gera eitthvað í ástandinu," segir í færslu Tottenham á Twitter frá því í gær.


Athugasemdir
banner
banner