Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 05. apríl 2021 14:10
Ívan Guðjón Baldursson
Meiðsli Harðar Björgvins alvarleg - Þarf að fara í aðgerð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin Magnússon fór af velli vegna hásinameiðsla í sigri CSKA Moskvu gegn Tambov í Rússlandi í gær.

Vonast var að meiðslin yrðu ekki alvarleg en annað hefur komið í ljós eftir læknisskoðun.

Hörður Björgvin er með slitna hásin og þarf að fara í aðgerð í nánustu framtíð.

Þetta þýðir að Hörður verður eflaust frá í allt sumar og fram á haust. Kannski lengur.

Mikill skellur fyrir CSKA og íslenska landsliðið.
Athugasemdir
banner