Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. apríl 2021 08:00
Aksentije Milisic
Nordsjælland setti met - Yngsta liðið í sögu dönsku deildarinnar
Mynd: Getty Images
Nordsjælland mætti AGF í dönsku úrvalsdeildinni í gær og vann góðan 2-0 heimasigur.

Búið er að tvískipta deildinni í danmörku og var þetta fyrsta leikurinn hjá liðunum sem enduðu í sex efstu sætunum.

Nordsjælland er að gera frábæra hluti en liðið spilar á mjög ungum leikmönnum og það með flottum árangri.

Í gær var meðalaldur liðsins einungis 20 ár og 20 dagar og er þetta yngsta liðið sem hefur spilað leik í dönsku úrvalsdeildinni. Ekki nóg með það, þá vann liðið leikinn.

Magnaðir hlutir í gangi hjá Nordsjælland og vonandi fer þetta að sjást víðar.

Jón Dagur Þorsteinsson spilaði 80 mínútur hjá AGF í þessum leik.


Athugasemdir
banner
banner