Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   lau 05. apríl 2025 22:15
Haraldur Örn Haraldsson
Dóri Árna: Vonbrigði að fókus Mosfellinga var á að púa á Arnór Gauta
,,Rangur dómur þar, réttur í vítinu og áfram gakk"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik vann í kvöld Aftureldingu 2-0 í opnunarleik Bestu deildarinnar. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks var ánægður með leik sinna manna.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Afturelding

„Þetta var 'tricky' leikur að koma inn í, auðvitað nýliðar í deildinni, gott lið og búnir að spila lengi saman. Þeir höfðu mikla trú, það er alltaf trú þegar þú ert að spila fyrsta leik. Tvær fullar stúkur og vel mætt úr Mosfellsbænum. Þannig þetta var tricky leikur að byrja á en mér fannst ekki vera neitt hik í mönnum eða stress. Mér fannst við bara keyra á þá bæði varnarlega og sóknarlega frá fyrstu mínútu. Við opnum þá aftur, og aftur með mismunandi útfærslum. Við hefðum með aðeins betri færanýtingu bara getað gert út um leikinn töluvert fyrr, jafnvel snemma í fyrri hálfleik. Þeir gerðu vel að henda sér fyrir, voru með mikið hjarta og þeir höfðu mikla trú og gerðu okkur síðan erfitt fyrir síðustu tíu mínúturnar. Settu langar sendingar upp, slógust um fyrsta og annan, tóku löng innköst og settu okkur bara í bölvað bras. Þeir létu okkur hafa fyrir því að hleypa þeim hreinlega bara inn í leikinn. Hrós á mitt lið að standa það af sér."

Breiðablik skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu en sá dómur er heldur betur umdeildur. Lárus Orri talaði meðal annars um í útsendingu Stöð 2 Sport að Valgeir sem varð fyrir brotinu hefði látið sig detta.

„Ég er að horfa á þetta núna, ég var ekki búinn að sjá þetta. Hann hleypur náttúrulega bara á bakið á Valla (Valgeir Valgeirsson) sem dettur. Það er náttúrulega meira víti þegar þeir toga Óla Val niður. Ég held það sjáist ekki nógu vel í sjónvarpinu, það sést betur á Spiideo. Hann nánast klæðir hann úr treyjunni. Þannig bara rangur dómur þar, réttur í vítinu og áfram gakk."

Stuðningsmenn Aftureldingar voru fjölmennir í stúkunni en töluverður hópur af þeim ákváðu að púa á Arnór Gauta Jónsson, en hann er uppalinn í Aftureldingu.

„Það var full stúka og fín stemning. Fyrir mér er mikil vonbrigði að það mæta þúsund Mosfellingar og fókusinn fyrstu mínúturnar var á að púa á Arnór Gauta í staðinn fyrir að styðja bara við liðið þitt. Ég hef aldrei kynnst meiri Mosfelling eða Aftureldingar manni. Hann er hérna alla daga og nánast allar nætur að æfa, það er bara þegar Afturelding er að spila í öðrum íþróttum að hann er ekki hér. Hann er þar fremstur manna að styðja sitt lið. Þetta var sérstök nálgun. Annars bara vel mætt úr Mosó, góð stemning á leiknum og góður dagur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner