Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   mið 05. maí 2021 21:28
Ívan Guðjón Baldursson
Anna Rakel: Skiptir ekki máli hvað aðrir gera
Kvenaboltinn
Mynd: Pétur Ólafsson
Anna Rakel Pétursdóttir spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir Val í kvöld. Þær rauðklæddu höfðu betur gegn Stjörnunni eftir erfiðan leik.

Anna Rakel átti stórleik fyrir Val þar sem hún tók hornspyrnuna sem varð að fyrsta markinu og skoraði svo sigurmarkið sjálf. Hún var klók að nýta sér varnarmistök og skoraði með hægri.

„Við vorum ekki að spila okkar besta leik og við vitum það. Það var margt sem við getum gert betur og erum strax orðnar spenntar fyrir næsta leik til að sýna hvað við getum," sagði Anna Rakel.

„Við tökum góðu hlutina með okkur í næsta leik og núna vitum við hvað við þurfum að bæta."

Val er spáð titilbaráttu við Breiðablik sem byrjaði tímabilið á 9-0 sigri.

„Við erum bara að hugsa um okkur og hvernig við ætlum að spila í dag og næsta leik. Það skiptir ekkert máli hvað aðrir gera ef við stöndum okkur ekki."
Athugasemdir
banner
banner