Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
   fim 05. maí 2022 15:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Verð bara að draga lærdóm af þessu, engum að kenna nema sjálfum mér"
Lengjudeildin
Heiðar Helguson og Davíð Smári
Heiðar Helguson og Davíð Smári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Stefnan er að gefa allt í þetta. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður erfitt sumar, þetta er ár tvö en við erum búnir að æfa vel og erum tilbúnir. Við ætlum okkur auðvitað vera þarna [við toppinn]," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja.

Fótbolti.net ræddi við Davíð á dögunum í tilefni þess að Lengjudeildin er að fara af stað.

Kórdrengjum er spáð þriðja sætinu

Davíð ræðir um leikmannamálin (markvarðarstaðan, Sverrir Páll, Alex Freyr og Davíð Þór) og nýjan (gamlan) heimavöll í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Davíð kemur inn á það að Kórdrengir væru komnir með rússneskan markvörð sem væri að koma til baka eftir meiðsli. Óskar Sigþórsson gekk í raðir félagsins frá Haukum í vetur og Davíð segir hnan markvörð númer eitt sem stendur.

Davíð Smári byrjar mótið í leikbanni þar sem hann var dæmdur í leikbann undir lok síðasta árs. Hefuru áhyggjur af því að þú verðir ekki sjálfur á hliðarlínunni í upphafi móts?

„Ég hef ekkert áhyggjur af því hvað liðið varðar en mér finnst það auðvitað hundleiðinlegt. Ég verð bara að draga lærdóm af þessu, þetta er engum að kenna nema sjálfum mér. Við förum vel yfir hlutina fyrir leikina og ég hef engar áhyggjur af liðinu. Við erum með Heiðar Helguson, hann er með liðið alveg neglt þannig ég hef engar áhyggjur," sagði Davíð.
Athugasemdir
banner