
„Stefnan er að gefa allt í þetta. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður erfitt sumar, þetta er ár tvö en við erum búnir að æfa vel og erum tilbúnir. Við ætlum okkur auðvitað vera þarna [við toppinn]," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja.
Fótbolti.net ræddi við Davíð á dögunum í tilefni þess að Lengjudeildin er að fara af stað.
Kórdrengjum er spáð þriðja sætinu
Fótbolti.net ræddi við Davíð á dögunum í tilefni þess að Lengjudeildin er að fara af stað.
Kórdrengjum er spáð þriðja sætinu
Davíð ræðir um leikmannamálin (markvarðarstaðan, Sverrir Páll, Alex Freyr og Davíð Þór) og nýjan (gamlan) heimavöll í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Davíð kemur inn á það að Kórdrengir væru komnir með rússneskan markvörð sem væri að koma til baka eftir meiðsli. Óskar Sigþórsson gekk í raðir félagsins frá Haukum í vetur og Davíð segir hnan markvörð númer eitt sem stendur.
Davíð Smári byrjar mótið í leikbanni þar sem hann var dæmdur í leikbann undir lok síðasta árs. Hefuru áhyggjur af því að þú verðir ekki sjálfur á hliðarlínunni í upphafi móts?
„Ég hef ekkert áhyggjur af því hvað liðið varðar en mér finnst það auðvitað hundleiðinlegt. Ég verð bara að draga lærdóm af þessu, þetta er engum að kenna nema sjálfum mér. Við förum vel yfir hlutina fyrir leikina og ég hef engar áhyggjur af liðinu. Við erum með Heiðar Helguson, hann er með liðið alveg neglt þannig ég hef engar áhyggjur," sagði Davíð.
Athugasemdir