Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fim 05. maí 2022 15:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Verð bara að draga lærdóm af þessu, engum að kenna nema sjálfum mér"
Lengjudeildin
Heiðar Helguson og Davíð Smári
Heiðar Helguson og Davíð Smári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Stefnan er að gefa allt í þetta. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður erfitt sumar, þetta er ár tvö en við erum búnir að æfa vel og erum tilbúnir. Við ætlum okkur auðvitað vera þarna [við toppinn]," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja.

Fótbolti.net ræddi við Davíð á dögunum í tilefni þess að Lengjudeildin er að fara af stað.

Kórdrengjum er spáð þriðja sætinu

Davíð ræðir um leikmannamálin (markvarðarstaðan, Sverrir Páll, Alex Freyr og Davíð Þór) og nýjan (gamlan) heimavöll í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Davíð kemur inn á það að Kórdrengir væru komnir með rússneskan markvörð sem væri að koma til baka eftir meiðsli. Óskar Sigþórsson gekk í raðir félagsins frá Haukum í vetur og Davíð segir hnan markvörð númer eitt sem stendur.

Davíð Smári byrjar mótið í leikbanni þar sem hann var dæmdur í leikbann undir lok síðasta árs. Hefuru áhyggjur af því að þú verðir ekki sjálfur á hliðarlínunni í upphafi móts?

„Ég hef ekkert áhyggjur af því hvað liðið varðar en mér finnst það auðvitað hundleiðinlegt. Ég verð bara að draga lærdóm af þessu, þetta er engum að kenna nema sjálfum mér. Við förum vel yfir hlutina fyrir leikina og ég hef engar áhyggjur af liðinu. Við erum með Heiðar Helguson, hann er með liðið alveg neglt þannig ég hef engar áhyggjur," sagði Davíð.
Athugasemdir
banner