Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   fim 05. maí 2022 15:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Verð bara að draga lærdóm af þessu, engum að kenna nema sjálfum mér"
Lengjudeildin
Heiðar Helguson og Davíð Smári
Heiðar Helguson og Davíð Smári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Stefnan er að gefa allt í þetta. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður erfitt sumar, þetta er ár tvö en við erum búnir að æfa vel og erum tilbúnir. Við ætlum okkur auðvitað vera þarna [við toppinn]," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja.

Fótbolti.net ræddi við Davíð á dögunum í tilefni þess að Lengjudeildin er að fara af stað.

Kórdrengjum er spáð þriðja sætinu

Davíð ræðir um leikmannamálin (markvarðarstaðan, Sverrir Páll, Alex Freyr og Davíð Þór) og nýjan (gamlan) heimavöll í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Davíð kemur inn á það að Kórdrengir væru komnir með rússneskan markvörð sem væri að koma til baka eftir meiðsli. Óskar Sigþórsson gekk í raðir félagsins frá Haukum í vetur og Davíð segir hnan markvörð númer eitt sem stendur.

Davíð Smári byrjar mótið í leikbanni þar sem hann var dæmdur í leikbann undir lok síðasta árs. Hefuru áhyggjur af því að þú verðir ekki sjálfur á hliðarlínunni í upphafi móts?

„Ég hef ekkert áhyggjur af því hvað liðið varðar en mér finnst það auðvitað hundleiðinlegt. Ég verð bara að draga lærdóm af þessu, þetta er engum að kenna nema sjálfum mér. Við förum vel yfir hlutina fyrir leikina og ég hef engar áhyggjur af liðinu. Við erum með Heiðar Helguson, hann er með liðið alveg neglt þannig ég hef engar áhyggjur," sagði Davíð.
Athugasemdir
banner
banner