Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fim 05. maí 2022 15:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Verð bara að draga lærdóm af þessu, engum að kenna nema sjálfum mér"
Lengjudeildin
Heiðar Helguson og Davíð Smári
Heiðar Helguson og Davíð Smári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Stefnan er að gefa allt í þetta. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður erfitt sumar, þetta er ár tvö en við erum búnir að æfa vel og erum tilbúnir. Við ætlum okkur auðvitað vera þarna [við toppinn]," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja.

Fótbolti.net ræddi við Davíð á dögunum í tilefni þess að Lengjudeildin er að fara af stað.

Kórdrengjum er spáð þriðja sætinu

Davíð ræðir um leikmannamálin (markvarðarstaðan, Sverrir Páll, Alex Freyr og Davíð Þór) og nýjan (gamlan) heimavöll í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Davíð kemur inn á það að Kórdrengir væru komnir með rússneskan markvörð sem væri að koma til baka eftir meiðsli. Óskar Sigþórsson gekk í raðir félagsins frá Haukum í vetur og Davíð segir hnan markvörð númer eitt sem stendur.

Davíð Smári byrjar mótið í leikbanni þar sem hann var dæmdur í leikbann undir lok síðasta árs. Hefuru áhyggjur af því að þú verðir ekki sjálfur á hliðarlínunni í upphafi móts?

„Ég hef ekkert áhyggjur af því hvað liðið varðar en mér finnst það auðvitað hundleiðinlegt. Ég verð bara að draga lærdóm af þessu, þetta er engum að kenna nema sjálfum mér. Við förum vel yfir hlutina fyrir leikina og ég hef engar áhyggjur af liðinu. Við erum með Heiðar Helguson, hann er með liðið alveg neglt þannig ég hef engar áhyggjur," sagði Davíð.
Athugasemdir
banner
banner