Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari hjá Selfossi, var sáttur eftir góðan 4-1 sigur á Tindastóli í 1. deild kvenna í dag.
„Ég er mjög sáttur, þetta voru erfiðar aðstæður, mikill vindur, en við spiluðum og vorum mun betra liðið á vellinum," sagði Alfreð í viðtali við Fótbolta.net eftir sigurinn í dag.
„Ég er mjög sáttur, þetta voru erfiðar aðstæður, mikill vindur, en við spiluðum og vorum mun betra liðið á vellinum," sagði Alfreð í viðtali við Fótbolta.net eftir sigurinn í dag.
Selfoss, sem féll úr Pepsi-deildinni á síðasta tímabili, hafði tapað tveimur leikjum á undan fyrir leikinn í dag og það var því gott fyrir liðið að vinna þennan leik sannfærandi.
„Við vitum alveg hvað býr í okkar liði og það er nóg eftir," sagði Alfreð, en Selfoss er í fimmta sæti deildarinnar.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir






















