Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
   þri 05. júní 2018 15:30
Arnar Daði Arnarsson
Sverrir Ingi: Þetta er nýtt próf fyrir okkur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að þetta verði virkilega skemmtilegt verkefni að eigast við Afríkuþjóð," sagði Sverrir Ingi Ingason varnarmaður íslenska landsliðsins sem mætir Gana á fimmtudaginn í síðasta vináttulandsleik Íslands fyrir HM í Rússlandi.

Ísland lék síðast gegn Afríkuþjóð árið 2009 á Laugardalsvelli.

„Þetta er nýtt próf fyrir okkur í landsliðinu, við höfum ekki verið að spila við margar Afríkuþjóðir eða ég hef að minnsta kosti aldrei spilað við Afríkuþjóð hingað til. Ég man ekki hvenær Ísland spilaði síðast gegn landsliði frá Afríku."

„Þetta er líkamlega sterkir leikmenn, miklir íþróttamenn og fljótir. Klárlega er hægt að nýta þetta í undirbúning fyrir leikinn gegn Nígeríu," sagði Sverrir Ingi.

Hann er spenntur fyrir Heimsmeistaramótinu en landsliðið flýgur til Rússlands á laugardaginn.

„Æfingaleikirnir hafa kannski ekki verið okkar leikir hingað til en við erum alltaf að reyna bæta okkar leik og auðvitað erum við að stefna á eitthvað stærra í sumar og erum að undirbúa okkur sem best fyrir leikina þar.

„Það er það sem við höfum allir verið að bíða eftir er að komast til Rússlands og byrja þetta. Þegar við fljúgum út á laugardaginn þá fáum við smjörþefinn af þessu. Ég held að þetta verði virkilega skemmtilegt og eitthvað sem okkur hlakkar til að taka þátt í," sagði Sverrir Ingi að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner