
„Ég held að þetta verði virkilega skemmtilegt verkefni að eigast við Afríkuþjóð," sagði Sverrir Ingi Ingason varnarmaður íslenska landsliðsins sem mætir Gana á fimmtudaginn í síðasta vináttulandsleik Íslands fyrir HM í Rússlandi.
Ísland lék síðast gegn Afríkuþjóð árið 2009 á Laugardalsvelli.
Ísland lék síðast gegn Afríkuþjóð árið 2009 á Laugardalsvelli.
„Þetta er nýtt próf fyrir okkur í landsliðinu, við höfum ekki verið að spila við margar Afríkuþjóðir eða ég hef að minnsta kosti aldrei spilað við Afríkuþjóð hingað til. Ég man ekki hvenær Ísland spilaði síðast gegn landsliði frá Afríku."
„Þetta er líkamlega sterkir leikmenn, miklir íþróttamenn og fljótir. Klárlega er hægt að nýta þetta í undirbúning fyrir leikinn gegn Nígeríu," sagði Sverrir Ingi.
Hann er spenntur fyrir Heimsmeistaramótinu en landsliðið flýgur til Rússlands á laugardaginn.
„Æfingaleikirnir hafa kannski ekki verið okkar leikir hingað til en við erum alltaf að reyna bæta okkar leik og auðvitað erum við að stefna á eitthvað stærra í sumar og erum að undirbúa okkur sem best fyrir leikina þar.
„Það er það sem við höfum allir verið að bíða eftir er að komast til Rússlands og byrja þetta. Þegar við fljúgum út á laugardaginn þá fáum við smjörþefinn af þessu. Ég held að þetta verði virkilega skemmtilegt og eitthvað sem okkur hlakkar til að taka þátt í," sagði Sverrir Ingi að lokum.
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir