Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. júní 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Auður Scheving (Valur/ÍBV)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristjana Kristjánsdóttir Sigurz.
Kristjana Kristjánsdóttir Sigurz.
Mynd: Raggi Óla
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir.
Fanndís Friðriksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margrét Íris Einarsdóttir.
Margrét Íris Einarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving er sautján ára markvörður sem var í vetur lánuð til ÍBV frá Íslandsmeisturum Vals. Auður var á síðustu leiktíð varmarkvörður Vals en mun verja mark ÍBV í sumar.

Auður lék sinn fyrsta mótsleik með Val árið 2017 og sinn annan sumarið 2018. Hún á að baki 21 unglingalandsliðsleiki. Í dag sýnir Auður á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving

Gælunafn: Audi er mikið notað í ÍBV en Audda Blö og Ausa mikið notað líka

Aldur: 17 ára að verða 18

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Spilaði fyrsta Pepsí leikinn minn 2017 á móti Haukum

Uppáhalds drykkur: Vatn og Fanta

Uppáhalds matsölustaður: Ginger og Booztbarinn

Hvernig bíl áttu: Mazda 2

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Lucifer

Uppáhalds tónlistarmaður: Get ekki valið á milli Beyonce og Rihönnu

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Kókosbolla eftir á er key og svo er ég að vinna með Snickers kurl og fersk jarðarber

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: „a eg að koma inn eða þu ut’’ Hildur Þóra eitthvað að vesenast

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Sveindís Jane

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Verð að gefa Rajko mínum þetta en svo Margrét Magnúsdóttir og Thorsteinn Magnússon

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Karólína Lea óþolandi góð

Sætasti sigurinn: Örugglega þegar við unnum Holland í vítaspyrnukeppni á Norðurlandamótinu í U17 og tryggðum okkur 3. sætið

Mestu vonbrigðin: Að komast ekki til Hollands í milliriðilinn með U19 útaf Covid

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri ekkert á móti því að plata Margréti Láru að taka skóna af hillunni og taka eitt tímabil í viðbót með uppeldisliðinu sínu ÍBV

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Áslaug Munda

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Örugglega Rúrik Gísla bara

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Danielle er svakaleg

Uppáhalds staður á Íslandi: Elska að kíkja til afa í bústaðinn á Þingvöllum

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Man ekki neitt núna en það er soldið gaman að segja frá því að ég kom inná fyrir Augnablik í vetur af því að markmaðurinn meiddist

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilli vekjaraklukkuna

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei eiginlega ekki en ég reyni að vera dugleg að horfa á handboltann

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði hefur aldrei verið í miklu uppáhaldi

Vandræðalegasta augnablik: Það eru örugglega alveg nokkur vandræðinleg móment hjá mér en mér dettur ekkert í hug núna nema bara þegar ég var yngri að keppa á Pæjumótinu þá var ég að spila í markinu og er þekkt að vera með athyglisbrest og ég var bara eitthvað ein í heiminum að gleyma mér að horfa á leikinn fyrir aftan mig og það var næstum búið að skora á mig en ég rétt náði boltanum eftir að allir á vellinum og foreldranir voru búnir að vera að öskra á mig

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Kristjönu Sigurz, Sirrí Sæland og Margréti Írísi, það væri ekki leiðinlegt myndum hlæja allan tímann svo myndi hún Ragna Sara þurfa að fljóta með til að koma okkur af eyjunni

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég varð Reykjavíkumeistari með 3. flokki karla

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Fanndís þegar hún kom í Val. Hún er náttúrulega algjör drottning en ein sú skemmtilegasta og fyndnasta

Hverju laugstu síðast: Ætli það sé ekki bara eitthvað svona smá spaug í mömmu, alltaf eitthvað að grilla í henni

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Fer eftir hvernig stuði ég er í en finnst vel leiðinlegt að hlaupa hringi í upphitun og eftir æfingar

Ef þú fengir eina spurning til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Spyrja Margréti Láru hvenær við ættum von á henni

Þú getur keypt Auði í Draumaliðsdeild 50 Skills - Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!
Athugasemdir
banner