Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 05. júní 2020 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: Njarðvík komst áfram í Fagralundi
Atli Freyr skoraði tvennu fyrir Njarðvík.
Atli Freyr skoraði tvennu fyrir Njarðvík.
Mynd: Njarðvík
Smári 0 - 4 Njarðvík
0-1 Atli Freyr Ottesen Pálsson ('15)
0-2 Bergþór Ingi Smárason ('74)
0-3 Andri Gíslason ('80)
0-4 Atli Freyr Ottesen Pálsson (88)

Njarðvíkingar eru komnir áfram í aðra umferð Mjólkurbikars karla eftir sigur í Kópavogi í kvöld.

Njarðvík mætti Smára, sem er nýstofnað lið í 4. deild. Smári hefur verið að manna leikmannahóp sinn undanfarna daga og hafa margir reynslumiklir leikmenn skipt yfir í félagið. Má þar nefna Ellert Hreinsson, Kára Ársælsson og Sigmar Inga Sigurðarson

Njarðvíkingar voru hins vegar of sterkir í kvöld. Atli Freyr Ottesen Pálsson skoraði eina mark fyrri hálfleiks, og í síðari hálfleiknum bættu svo Bergþór Ingi Smárason og Andri Gíslason við mörkum. Atli Freyr átti svo lokaorðið með öðru marki sínu.

Njarðvíkingar leika í 2. deild í sumar eftir að hafa fallið úr næst efstu deild síðasta sumar.

Njarðvík mætir Árborg eða Augnablik í næstu umferð bikarsins.

Sjá einnig:
Mjólkurbikarinn: Guðmundur Tyrfingsson með fimm mörk

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner