Þýski knattspyrnustjórinn Julian Nagelsmann vill fá Thierry Henry til að starfa með sér hjá Paris Saint-Germain.
Frá þessu greinir Telegraph.
Frá þessu greinir Telegraph.
Nagelsmann hefur verið orðaður við Chelsea og Tottenham að undanförnu en hann er ekki á leið til Englands.
Hann er núna í viðræðum við PSG um að taka við liðinu af Christophe Galtier sem fær ekki að halda áfram eftir frekar mikið vonbrigðartímabil. PSG varð franskur meistari en það er ekki nóg þar á bænum.
Það er sagt að Nagelsmann vilji fá Henry sem aðstoðarþjálfara með sér. Henry er goðsögn í frönskum fótbolta en hann er fyrrum leikmaður Arsenal, Barcelona og franska landsliðsins.
Eftir að leikmannaferlinum lauk þá hefur Henry verið aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins og aðalþjálfari Montreal Impact og Mónakó.
Það er engin tenging á milli Nagelsmann og Henry en það er talið að sá þýski sé spenntur fyrir því að vinna með Henry, og hann vilji fá Frakka með sér í teymið ef hann tekur við. Það myndi hjálpa Nagelsmann enn frekar að aðlagast lífinu í Frakklandi.
Athugasemdir