Arsenal hefur fundað með Watkins - Cucurella vill fara frá Chelsea - Ratcliffe heldur áfram að reyna að kaupa Man Utd
banner
   mán 05. júní 2023 22:38
Ívan Guðjón Baldursson
PSG byrjar að borga fyrir Ugarte á næsta ári
Mynd: EPA

Manuel Ugarte og Marco Asensio eru báðir búnir að skrifa undir samninga við Paris Saint-Germain. Félagið mun tilkynna það á næstu dögum.


Kantmaðurinn Asensio kemur á frjálsri sölu frá Real Madrid og gerir fjögurra ára samning við Frakklandsmeistarana.

PSG borgar hins vegar 60 milljónir evra fyrir Ugarte, sem kemur frá Sporting CP. Ugarte er öflugur varnartengiliður og hafði PSG betur í kapphlaupinu við Chelsea um leikmanninn. Bæði lið voru reiðubúin til að borga upp riftunarákvæðið í samningi hans, 60 milljónir evra, en PSG bauð betri samning.

Ugarte, sem er landsliðsmaður Úrúgvæ, er búinn að skrifa undir fimm ára samning við PSG sem gildir til 2028 en félagið mun ekki byrja að borga fyrir leikmanninn fyrr en á næsta ári. PSG mun borga milljónirnar sextíu yfir fimm ára tímabil til að standast fjármálaháttvísisreglur UEFA.

Þá er einn annar leikmaður á leið til PSG eftir að hafa verið hjá Juventus á lánssamningi. Argentínski heimsmeistarinn Leandro Paredes snýr aftur til Parísar, en félagið er tilbúið til að selja hann á afsláttarverði í sumar. Paredes er 28 ára gamall og á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.


Athugasemdir