Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mið 05. júní 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jakob Gunnar spáir í 6. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Jakob Gunnar.
Jakob Gunnar.
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson
Fyrrum Völlari.
Fyrrum Völlari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Musiala okkar Íslendinga.
Musiala okkar Íslendinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Sjötta umferðin í Lengjudeildinni fer af stað í kvöld þegar Leiknir fer til Keflavíkur.

Umferðin heldur svo áfram á morgun en lýkur ekki fyrr en í júlí þar sem viðureign Þórs og Grindavíkur hefur verið frestað þar sem Grindavík er með leikmenn í landsliðsverkefnum.

Jakob Gunnar Sigurðsson, markahæsti leikmaður 2. deildar, er spámaður umferðarinnar. Jakob hefur skorað átta mörk í síðustu þremur leikjum Völsungs.

Kristinn Pálsson spáði í síðustu umferð og var með fjóra rétta. Svona spáir Jakob leikjunum:

Keflavík 2 - 2 Leiknir R. (miðvikudagur 19:15)
Þetta verður fjörugur leikur og maður gæti séð nokkur spjöld og mögulegt rautt. Valur Þór skorar og Omar Sowe skorar einnig.

Fjölnir 3-0 Njarðvík (fimmtudagur 18:00)
Njarðvíkingar haf byrjað mótið virkilega vel, hafa komið á óvart en þeir mæta inn í Egilshöll og tapa fyrsta leiknum sínum. Ef minn maður Jónatan Guðni spilar þá setur hann eitt.

ÍR 0 - 1 ÍBV (föstudagur 17:30)
Þetta verður baráttuleikur hugsa ég, en Eyjastrákarnir taka þetta. Hjaltested fyrrum Völlari setur hann.

Grótta 3 - 2 Þróttur (föstudagur 19:15)
Gróttumenn misstu Musiala okkar íslendinga eftir síðasta tímabil en hefur skipt þá litlu máli og þeir vinna bara. Kári Kristjáns heldur áfram að skora.

Afturelding 3 - 0 Dalvík/Reynir (laugardagur 15:00)
Afturelding ekki með byrjunina sem þeir voru að vonast eftir en þetta verður sá sigur sem kveikir endanlega í þeim. Elmar Kári skorar 3.

Þór 2 - 1 Grindavík (frestað til 8. júlí)
Þór kemur til baka eftir skell um helgina. Aron Ingi skorar eitt, Birkir Heimis eitt og svo klóra Grindvíkingar í bakkann með marki frá Hammernum.

Fyrri spámenn:
Kristinn Pálsson (4 réttir)
Adam Páls (2 réttir)
Ástbjörn Þórðarson (2 réttir)
Gunnar Malmquist (2 réttir)
Baldvin Borgarsson og Benedikt Bóas (0 réttir)



Stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner