Leiknismenn voru langt frá sínu besta í dag gegn toppliðinu. Sigurður Heiðar skartaði forláta RUN DMC húfu í leiknum í dag.
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis var niðurlútur í leikslok eftir tap á heimavelli þar sem Leiknisliðið virkaði langt frá sínu besta í þær 90+ mínútur sem leikinn var knattspyrnu á Leiknisvellinum.
“Það var ótrúlega margt sem fór úrskeiðis – mér fannst Fjölnir betri á flestum svipðum leiksins, þannig að þeir áttu þetta fyllilega skilið. “
“Mér fannst við eiginlega varnarlega allt í lagi í fyrri hálfleik og mér fannst tempóið ágætt en hinsvegar var sóknarleikurinn mjög dapur í fyrri hálfleik og þeir lokuðu á allt sem við ætluðum að gera".
“Það var ótrúlega margt sem fór úrskeiðis – mér fannst Fjölnir betri á flestum svipðum leiksins, þannig að þeir áttu þetta fyllilega skilið. “
“Mér fannst við eiginlega varnarlega allt í lagi í fyrri hálfleik og mér fannst tempóið ágætt en hinsvegar var sóknarleikurinn mjög dapur í fyrri hálfleik og þeir lokuðu á allt sem við ætluðum að gera".
Lestu um leikinn: Afturelding 2 - 1 Tindastóll
Við vorum svolítið tense á boltanum og svolítið örir. Svo í hálfleik myndum við aðeins slaka á að boltanum meira og senda fleiri sendingar. En svo fórum við að gera sóknarbreytingar og henda fleiri mönnum fram og þá opnaðist aðeins tilbaka og þeir gengu á lagið með það og voru hættulegir“
“ En hálfleikurinn fór svolítið í það að róa menn niður, mér fannst við svolítið tense og illa stemmdir í þetta. Ég veit ekki hverju það skilaði en þetta var ekki nógu gott.“
Leiknisliðið fannst sig fyrir leik dagsins á dyrakarminum á þessari eiginlegu toppbaráttu og hefðu með hagstæðum úrslitum getað gert atlögu að þeirri baráttu. Leikmannaglugginn er sem stendur opinn. Hvernig líta leikmannamálin út?
“Nei það er í rauninni ekki búið að ræða það neitt á alvarlegum nótum – við erum bara að einbeita okkur að því að liðinu eins og það er. Við erum með gott lið og einbeitum okkur að því að bæta ofaná það sem við erum að gera hérna núna“.
Athugasemdir