Þriðji sigur Hafna í röð
Það fóru þrír leikir fram í 4. deildinni í gærkvöldi þar sem Árborg, Elliði og Hafnir nældu sér í mikilvæga sigra á útivelli.
Árborg bætir stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með sigri á útivelli gegn Hamri í nágrannaslag í Hveragerði. Kristinn Ásgeir Þorbergsson gerði sigurmarkið á 71. mínútu.
Elliði er í fjórða sæti, tveimur stigum eftir Selfyssingum, eftir nauman sigur gegn Kríu þar sem Adam Fijalkowski skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.
Hamar vermir botnsæti deildarinnar með eitt stig eftir tíu umferðir, en Kría er með tólf stig.
Að lokum sigruðu Hafnir með sannfærandi hætti á Álftanesi til að lyfta sér úr fallsæti. Þetta er þriðji sigur liðsins í röð.
Hafnir eiga 12 stig eftir sigurinn og eru tveimur stigum fyrir ofan Álftanes í fallbaráttunni.
Ísak John Ævarsson var atkvæðamestur með tvennu.
Kría 0 - 1 Elliði
0-1 Adam Fijalkowski ('93 )
Hamar 1 - 2 Árborg
0-1 Sigurjón Reynisson ('17 )
1-1 Ingimar Þorvaldsson ('67 )
1-2 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('71 )
Álftanes 1 - 4 Hafnir
1-0 Bessi Thor Jónsson ('11 )
1-1 Bessi Jóhannsson ('17 )
1-2 Anton Freyr Hauks Guðlaugsson ('37 )
1-3 Ísak John Ævarsson ('39 )
1-4 Ísak John Ævarsson ('55 )
4. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KÁ | 13 | 9 | 4 | 0 | 58 - 18 | +40 | 31 |
2. KH | 13 | 8 | 2 | 3 | 37 - 23 | +14 | 26 |
3. Árborg | 13 | 6 | 5 | 2 | 32 - 22 | +10 | 23 |
4. Vængir Júpiters | 13 | 5 | 6 | 2 | 27 - 21 | +6 | 21 |
5. Elliði | 13 | 5 | 5 | 3 | 25 - 26 | -1 | 20 |
6. Hafnir | 13 | 5 | 0 | 8 | 28 - 37 | -9 | 15 |
7. Álftanes | 13 | 4 | 2 | 7 | 19 - 29 | -10 | 14 |
8. Kría | 13 | 3 | 4 | 6 | 24 - 30 | -6 | 13 |
9. KFS | 13 | 4 | 1 | 8 | 23 - 50 | -27 | 13 |
10. Hamar | 13 | 0 | 3 | 10 | 17 - 34 | -17 | 3 |
Athugasemdir