Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 05. júlí 2020 15:04
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Middlesbrough áfram í fallsæti
Middlesbrough gæti fallið niður í C-deildina
Middlesbrough gæti fallið niður í C-deildina
Mynd: Getty Images
Middlesbrough er áfram í fallsæti eftir 1-0 tap gegn QPR í ensku B-deildinni í dag.

Jordan Hugill skoraði eina mark QPR í leiknum en liðið er tíu stigum frá fallsæti þegar fimm leikir eru eftir.

Middlesbrough er á meðan í veseni. Liðið er í 22. sæti með 44 stig og situr því í fallsæti.

Swansea City heldur í vonina um að komast í umspil eftir 2-1 sigur á Sheffield Wednesday. Rhian Brewster, sem er á láni frá Liverpool, kom Swansea yfir á 52. mínútu áður en Andre Ayew tvöfaldaði forystuna með marki úr vítaspyrn fjórtán mínútum síðar.

Adthe Nuhiu minnkaði muninn undir lokin en lengra komst Wednesday ekki og lokatölur því 2-1 fyrir Swansea. Velska liðið er með 60 stig í áttunda sæti, fjórum stigum á eftir Cardiff City sem er í umspilssæti.

Middlesbrough 0 - 1 QPR
0-1 Jordan Hugill ('32 )

Swansea 2 - 1 Sheffield Wed
1-0 Rhian Brewster ('52 )
2-0 Andre Ayew ('66 , víti)
2-1 Adthe Nuhiu ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner